— Morgunblaðið/Ernir
Óskir hestamanna í Fáki um uppbyggingu á svæði félagsins í Víðidal eru m.a. að fá þar æfinga- og keppnissvæði innanhúss og svo betri reiðstíga og tengingar inn á reiðleiðir, til dæmis á Hólmsheiði og í Heiðmörk.
Óskir hestamanna í Fáki um uppbyggingu á svæði félagsins í Víðidal eru m.a. að fá þar æfinga- og keppnissvæði innanhúss og svo betri reiðstíga og tengingar inn á reiðleiðir, til dæmis á Hólmsheiði og í Heiðmörk. Þetta er helsta niðurstaða hugarflugsfundar sem framtíðarnefnd Fáks stóð fyrir á dögunum þar sem leitað var ábendinga félagsmanna um stefnu félagsins til næstu ára. Þeir vilja líka reiðskóla í Víðidal og að hundahótelið þar verði keypt út og gert að kaffihúsi.