Stephen Farr
Stephen Farr
Breski orgelleikarinn Stephen Farr heldur tvenna tónleika í Hallgrímskirkju um helgina, en tónleikarnir eru liður í tónlistarhátíðinni alþjóðlegu Orgelsumri í kirkjunni.

Breski orgelleikarinn Stephen Farr heldur tvenna tónleika í Hallgrímskirkju um helgina, en tónleikarnir eru liður í tónlistarhátíðinni alþjóðlegu Orgelsumri í kirkjunni. Samhliða því að vera konsertorganisti starfar Stephen Farr sem tónlistarstjóri hjá St Paul's Knightsbridge í Lundúnum og hjá Worcester College í Oxford.

Á tónleikunum leikur hann verk eftir Allcoat, de Grigny, Bach, Albright, Alain, Preston, Liszt og Locklair.

Tónleikar laugardagsins hefjast kl. 12:00, en á sunnudag hefjast tónleikar hans kl. 17:00.