Rafmagnsbílar vekja eftirtekt. Í Tallinn í Eistlandi var á dögunum sérstakt rafmagnsbílarallý sem vakti mikla athygli.
Rafmagnsbílar vekja eftirtekt. Í Tallinn í Eistlandi var á dögunum sérstakt rafmagnsbílarallý sem vakti mikla athygli. — Reuters
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
JD Power er þekkt fyrirtæki sem fylgist með og upplýsir bandaríska neytendur um gæðamælingar, tíðni kvartana og bilanatíðni bíla og annarra lausamuna. Fyrirtækið, sem heldur úti umfangsmiklum upplýsingavef á Netinu (www.jdpower.

JD Power er þekkt fyrirtæki sem fylgist með og upplýsir bandaríska neytendur um gæðamælingar, tíðni kvartana og bilanatíðni bíla og annarra lausamuna. Fyrirtækið, sem heldur úti umfangsmiklum upplýsingavef á Netinu (www.jdpower.com), fylgist jafnframt með stefnum og straumum á meðal bandarískra neytenda. Fyrir rúmu hálfu ári (síðustu vikuna í október) birtust niðurstöður könnunar á afstöðu neytenda til raf- og tvinnbíla. Niðurstöðurnar, sem þóttu staðfesta spár markaðsfræðinga bandarískra fagrita, bentu til þess að rafbílar, þrátt fyrir talsverða sölu tvinnbíla, myndu ekki höfða til fjölmennustu hópa bílakaupenda í fyrirsjáanlegri framtíð.

Þrátt fyrir spár um að dagar hefðbundnu bensínvélarinnar væru senn taldir hefur raunin orðið önnur; stöðugt skerptar kröfur um mengunarvarnir hafa leitt til samkeppni um nýjar lausnir og tækni sem gert hafa bensín- og dieselbíla sparneytnari og vistvænni. Stöðugt fleiri tæknimenn vinna nú að því, segir í áfangaskýrslu JD Power, að minnka losun koldíoxíðs í útblæstri bíla með brunavél. Framfarir eru ekki einungis bundnar við bílana. Með aukinni tækni og skipulagningu umferðarmannvirkja og almannasamgangna hefur reynst unnt að minnka losun koldíoxíðs.

Hönnun og þróun rafbíla krefst gríðarlegra fjárfestinga og því eru rafbílar dýrir og þótt þeir hafi nú verið meira en áratug á markaði hefur sala þeirra ekki aukist eins og vonir stóðu til. Það sem einkum er talið munu hamla sölu eru þættir sem auka áhættu bílaframleiðenda, annars vegar óstöðugleiki á eldsneytismörkuðum og hins vegar hægfara tækniþróun á sviði rafgeyma. Af því leiðir að JD Power telur að óvissa ráði um framtíð rafbíla. Í skýrslunni er einnig fjallað um raforkuframleiðslu og sérstaklega bent á að víða er raforka framleidd með bruna jarðefnaeldsneytis og/eða kjarnorku, t.d. 41% í Svíþjóð og 20% í Þýskalandi, svo að tvö dæmi séu nefnd. Kjarnorkuver muni verða lögð niður á næstu árum og ólíklegt að raforka muni lækka í verði og losun koldíoxíðs sé því flutt frá bílum til orkustöðva.

En þrátt fyrir heldur dapra spá JD Power er heilmikið að gerast á markaði fyrir smærri rafknúna borgarbíla. Eitt þeirra fyrirtækja sem náð hafa athyglisverðum árangri, bæði varðandi rafgeyma og framleiðslu rafbíla er Chery International í Shanghai. Á vefsíðu þess er ýmislegt fróðlegt að finna. www. chery international.com/engine_technology

leoemm@simnet.is

Heimild: Just-auto Editor's Weekly Highlights. 1/11/11