Íslandsbanki hefur opnað nýtt útibú að Suðurlandsbraut 14 í Reykjavík. Þar sameinast útibú bankans á Háaleitisbraut og Suðurlandsbraut 30, auk þess sem Íslandsbanki Fjármögnun mun flytja starfsemi sína í húsnæðið þann 11. júlí nk.

Íslandsbanki hefur opnað nýtt útibú að Suðurlandsbraut 14 í Reykjavík. Þar sameinast útibú bankans á Háaleitisbraut og Suðurlandsbraut 30, auk þess sem Íslandsbanki Fjármögnun mun flytja starfsemi sína í húsnæðið þann 11. júlí nk.

Í nýja útibúinu verður einnig geymsluhólfamiðstöð fyrir höfuðborgarsvæðið.

Öll reikningsnúmer útibúanna beggja munu halda sér við sameininguna. Þá verður engum starfsmönnum sagt upp.

Útibússtjóri nýja útibúsins verður Vilborg Þórarinsdóttir og aðstoðarútibússtjóri verður Guðmundur Kristjánsson.