Gestur Ragnheiður Gröndal syngur blús.
Gestur Ragnheiður Gröndal syngur blús. — Morgunblaðið/hag
Í Ólafsfirði er starfræktur öflugur djassklúbbur sem árlega blæs til Blúshátíðar Ólafsfjarðar. Þetta er elsta blúshátíðin á Íslandi og hún verður haldin í 12. skipti í ár.

Í Ólafsfirði er starfræktur öflugur djassklúbbur sem árlega blæs til Blúshátíðar Ólafsfjarðar. Þetta er elsta blúshátíðin á Íslandi og hún verður haldin í 12. skipti í ár.

Heimamenn í Blúsbandi Fjallabyggðar troða upp á tónleikum í Tjarnarborg en það gerir einnig fjöldi gesta og má þar m.a. nefna Ragnheiði Gröndal auk Andreu Gylfadóttur með Blúsmönnum Andreu.

Hátíðin hefst í dag, 30. júní, og stendur til laugardagsins 2. júlí en þann dag verður einnig opnaður útimarkaður þar sem heimamenn verða með söluborð. Á markaðnum verður spiluð lifandi tónlist, sem skapar skemmtilega stemningu.