Úr Toy Story 3 Nú stendur til að gera fjórðu myndina um leikföngin.
Úr Toy Story 3 Nú stendur til að gera fjórðu myndina um leikföngin.
Tom Hanks staðfesti í viðtali við BBC á dögunum að fjórða Toy Story-myndin væri væntanleg. Þrátt fyrir að vera ekki byrjaður að tala fyrir kúrekann Woody sagði Hanks að vinnan væri hafin í Pixar-stúdíóinu. Það ætti reyndar ekki að koma á óvart.
Tom Hanks staðfesti í viðtali við BBC á dögunum að fjórða Toy Story-myndin væri væntanleg. Þrátt fyrir að vera ekki byrjaður að tala fyrir kúrekann Woody sagði Hanks að vinnan væri hafin í Pixar-stúdíóinu. Það ætti reyndar ekki að koma á óvart. Frá því að fyrsta myndin var gerð árið 1995 hefur Pixar-fyrirtækið grætt vel á myndunum. Samanlagt hafa þær kostað um 320 milljónir dollara í framleiðslu en halað inn um 1,9 milljarða dollara.