— Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Heildarmat fasteigna á landinu öllu hækkar um 6,8% og verður tæplega 4.400 milljarðar króna, skv. nýju fasteignamati Þjóðskrár Íslands fyrir árið 2012 sem birt var í sl. viku. Heildarmat íbúðarhúsnæðis á landsvísu hækkar um 9% og verður tæplega 2.

Heildarmat fasteigna á landinu öllu hækkar um 6,8% og verður tæplega 4.400 milljarðar króna, skv. nýju fasteignamati Þjóðskrár Íslands fyrir árið 2012 sem birt var í sl. viku.

Heildarmat íbúðarhúsnæðis á landsvísu hækkar um 9% og verður tæplega 2.900 milljarðar króna. Íbúðir í sérbýli hækka meira en íbúðir í fjölbýli en fasteignamatið nú byggist á yfirferð á 34 þúsund kaupsamningum, frá 2005 fram á þetta ár, en tölur þeirra segja að markaðurinn nú sé greinilega að ná sér eftir hrun. Hafi 1.300 kaupsamningar verið gerðir á fyrsta fjórðungi þessa árs, talsvert fleiri en sömu fjórðunga árs 2009 og 2010. Batamerkin séu því augljós. sbs@mbl.is