Guðbjartur Hannesson
Guðbjartur Hannesson
„Bráðabirgðalög eru ekkert sérstaklega á dagskrá en við höfum auðvitað skoðað þann möguleika,“ segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra. Verið sé að vinna að því hvernig megi koma til móts við fólk sem eigi rétt á...
„Bráðabirgðalög eru ekkert sérstaklega á dagskrá en við höfum auðvitað skoðað þann möguleika,“ segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra. Verið sé að vinna að því hvernig megi koma til móts við fólk sem eigi rétt á hlutaatvinnuleysisbótum. Ákveðin óvissa ríkir um greiðslu atvinnuleysisbóta til bótaþega í hlutastarfi þar sem ekki náðist að afgreiða lög þess efnis fyrir þinglok. Guðbjartur segir óvssuna einungis lúta að því hvort það verði greitt akkúrat 1. ágúst eða mánuði seinna. „Það sem við erum að reyna að leita úrræða að er með hvaða hætti við getum brúað þetta bil. Við höfum leitað allra leiða í sambandi við það.“ Guðbjartur segir þrennt í stöðunni: Að kalla þingið saman, setja bráðabirgðalög eða tryggja fólki einhverja aðstoð til að brúa bilið ef á þurfi að halda. Hann segir síðastnefnda kostinn líklegastan. Guðbjartur segir málið varla gefa tilefni til setningar bráðabirgðalaga og þá sé of viðurhlutamikið að kalla þingið saman út af þessu einu. Hann ítrekar þó að umræddir bótaþegar muni að lokum fá allar greiðslur. „Þetta er í raun frestun á greiðslu um að hámarki 30 til 40 þúsund krónur um fimm vikur.“