Liðleikadaman Tanja Björk Ómarsdóttir festi sig í tennisspaða.
Liðleikadaman Tanja Björk Ómarsdóttir festi sig í tennisspaða.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sirkus Ísland frumsýnir í kvöld sýninguna Ö-Faktor í Tjarnarbíói og verða nokkrar sýningar áfram í júlí. Sirkusinn náði miklum vinsældum í fyrra með sýningunni Sirkus Sóley enda fjölbreyttur og hæfileikaríkur hópur hér á ferð.

Sirkus Ísland frumsýnir í kvöld sýninguna Ö-Faktor í Tjarnarbíói og verða nokkrar sýningar áfram í júlí. Sirkusinn náði miklum vinsældum í fyrra með sýningunni Sirkus Sóley enda fjölbreyttur og hæfileikaríkur hópur hér á ferð. Sýningin, sem er í anda hæfileikaþáttanna X-Faktor sem hafa verið vinsælir í sjónvarpi, er full af húmor, liprum loftfimleikum og alls kyns litríkum búningum, brögðum og brellum.

Hópurinn var á æfingu í gær þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði og brugðu leikendur sér út í sólina og léku listir sínar fyrir myndavélina.