Verðlaunin „Framúrskarandi ungir Íslendingar“ voru í ár veitt þeim Freyju Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra og nema, fyrir einstaklingssigra og afrek og Magnúsi Geir Þórðarsyni leikhússtjóra fyrir störf og afrek á sviði menningar.

Verðlaunin „Framúrskarandi ungir Íslendingar“ voru í ár veitt þeim Freyju Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra og nema, fyrir einstaklingssigra og afrek og Magnúsi Geir Þórðarsyni leikhússtjóra fyrir störf og afrek á sviði menningar. Verðlaunin voru afhent af Ólafi Ragnari Grímssyni, verndara verðlaunanna.

Verðlaunin „Framúrskarandi ungir Íslendingar“ eru veitt árlega af JCI Íslandi og eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks á aldrinum 18-40 ára sem hefur fengist við krefjandi verkefni. Lögð er áhersla á að verðlauna ungt fólk sem hefur skarað fram úr og gefið af sér til samfélagsins. Jafnframt eiga þessir einstaklingar það sameiginlegt að vera góðar fyrirmyndir annarra.

JCI er alþjóðlegur félagsskapur ungs fólks á aldrinum 18-40 ára sem vill sjá jákvæðar breytingar hjá sjálfu sér og í umhverfi sínu. Samtökin starfa í yfir 100 löndum og eru með yfir 200.000 meðlimi.