Ewa TosikWarszawiak
Ewa TosikWarszawiak
Kammerklúbburinn heldur tónleika í Norræna húsinu á morgun kl. 15:00. Kammerklúbburinn er hópur ungra íslenskra tónlistarnemenda úr fimm tónlistarskólum í Reykjavík sem eru á aldrinum 8 til 18 ára og spila á fiðlu, víólu, selló og píanó.

Kammerklúbburinn heldur tónleika í Norræna húsinu á morgun kl. 15:00. Kammerklúbburinn er hópur ungra íslenskra tónlistarnemenda úr fimm tónlistarskólum í Reykjavík sem eru á aldrinum 8 til 18 ára og spila á fiðlu, víólu, selló og píanó.

Í Kammerklúbbnum spila nemendurnir saman í sex kammersveitum, þjálfast með því í að spila tónlist með öðrum og afla sér nýrrar tónlistarreynslu. Kammerklúbburinn var stofnaður í ágúst 2009 að frumkvæði Ewu Tosik-Warszawiak, listræns stjórnanda klúbbsins, og foreldra nokkurra af fyrstu þátttakendunum.