Stoltir Uppreisnarmenn hafa hér klófest vopn og skotfæri stjórnarherliðs.
Stoltir Uppreisnarmenn hafa hér klófest vopn og skotfæri stjórnarherliðs. — Reuters
Frakkar hafa afhent uppreisnarmönnum í fjallahéruðum Líbíu eldflaugar og önnur vopn til að berjast gegn herjum Muammars Gaddafis Líbíuleiðtoga, að sögn franska blaðsins Le Figaro .

Frakkar hafa afhent uppreisnarmönnum í fjallahéruðum Líbíu eldflaugar og önnur vopn til að berjast gegn herjum Muammars Gaddafis Líbíuleiðtoga, að sögn franska blaðsins Le Figaro . Talsmaður franska herráðsins sagði að í fyrstu hefði aðeins verið um að ræða mat, drykkjarvatn og lyf sem varpað var úr lofti. „Við vörpuðum [síðar] til þeirra vopnum og búnaði til sjálfsvarnar, aðallega skotfærum,“ sagði talsmaðurinn, Thierry Burkhard.

Rússar og Kínverjar hafa gagnrýnt Atlantshafsbandalagið fyrir að mistúlka ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um aðstoð við óbreytta borgara í Líbíu. Þykir ljóst að sú gagnrýni verði nú enn hert. kjon@mbl.is