Sjöfn Gestsdóttir fæddist á Siglufirði 7. mars 1925. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík 29. apríl 2011.

Útför Sjafnar fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 6. maí 2011.

Elsku vina mín, nú er þessu lokið og þínar líkamsleifar fara á þann stað sem þér er ætlaður, hjá Þorsteini og hans fjölskyldu.

Söknuður minn er mikill og ég er hálfáttavillt, en gleðst yfir þessum lokum. Ég veit að þú ert komin næstum því alla leið til Nangijala og þér líður vel, ég er búin að tala við góða vini þeim megin og þeir segja mér að þú sért alveg að nálgast. Fögnuður og ljúf djasstónlist færi þig nær, elsku vinkona og móðir.

Sofðu unga ástin mín,

- úti regnið grætur.

Mamma geymir gullin þín,

gamla leggi og völuskrín.

Við skulum ekki vaka um dimmar nætur.

(Jóhann Sigurjónsson) Takk, elsku ljúfan mín, fyrir allt.

Þín

Braga.