Orðið paraprosdokian er notað yfir setningar, sem hafa óvæntan endi. Víkverji fékk nokkrar slíkar sendar á dögunum og stenst ekki mátið að birta nokkrar þeirra. Að fara í kirkju gerir þig ekki kristinn frekar en að standa í bílskúr breytir þér í bíl.

Orðið paraprosdokian er notað yfir setningar, sem hafa óvæntan endi. Víkverji fékk nokkrar slíkar sendar á dögunum og stenst ekki mátið að birta nokkrar þeirra.

Að fara í kirkju gerir þig ekki kristinn frekar en að standa í bílskúr breytir þér í bíl.

Ljós fer hraðar en hljóð. Þess vegna virðist sumt fólk gáfað þangað til þú heyrir það tala.

Ef ég væri sammála þér hefðum við bæði rangt fyrir okkur.

Í kvöldfréttunum er byrjað á að segja gott kvöld og síðan er gerð grein fyrir því hvers vegna svo er ekki.

Strætóstöð er þar sem strætó stoppar. Lestarstöð er þar sem lest stoppar. Á skrifborðinu mínu er ég með vinnustöð.

Hvernig stendur á því að með einni eldspýtu er hægt að kveikja skógareld, en það þarf heilan stokk til þess að kveikja varðeld?

Hrein samviska er venjulega merki um lélegt minni.

Það borgar sig að fá alltaf lánað hjá bölsýnismanni, hann á ekki von á að fá peninginn til baka.

Af hverju kjósa Bandaríkjamenn bara á milli tveggja einstaklinga þegar þeir kjósa forseta, en 50 þegar þeir velja ungfrú Bandaríkin?

Einu sinni var ég óákveðinn. Nú er ég ekki viss.