Landsbankinn hefur tilkynnt að hann muni skrá tvö félög í eigu sinni, Horn fjárfestingafélag og Regin ehf., á hlutabréfamarkað. Í tilkynningu segir að reiknað sé með að hægt verði að skrá Horn fjárfestingafélag hf.

Landsbankinn hefur tilkynnt að hann muni skrá tvö félög í eigu sinni, Horn fjárfestingafélag og Regin ehf., á hlutabréfamarkað.

Í tilkynningu segir að reiknað sé með að hægt verði að skrá Horn fjárfestingafélag hf. á markað á komandi vetri, en skráning Regins ehf. verði á fyrsta ársfjórðungi ársins 2012.

Undirbúningur að skráningu félaganna er hafinn og hafa forsvarsmenn félaganna beggja tilkynnt Kauphöllinni áform sín.

Markmið Landsbankans með skráningu félaganna tveggja er að efla hlutabréfamarkaðinn og bjóða fjárfestum til kaups á opnum markaði hlutabréf í tveimur fjárhagslega sterkum félögum, segir í tilkynningu.

Reginn ehf. var stofnaður til að fara með eignarhald bankans á fasteignum eða hlutafé fasteignafélaga sem líklegt þótti að bankinn ætti um einhvern tíma.

Horn fjárfestingarfélag hf. var stofnað í lok árs 2008 til að aðgreina umsýslu fjárfestinga í hlutabréfum frá meginstarfsemi Landsbankans.