Allir gerðir Subaru-bíla eru fjórhjóladrifnir og 80% bíla Audi.
Allir gerðir Subaru-bíla eru fjórhjóladrifnir og 80% bíla Audi.
Bílum sem boðnir eru með fjórhjóladrifi fer nú fjölgandi hjá bílaframleiðendum. Því er spáð að 30% af öllum nýjum bílum sem seljast árið 2015 verði fjórhjóladrifin. Ástæðan er meira öryggi farþega og meiri aksturgeta og eftir því sækjast kaupendur.

Bílum sem boðnir eru með fjórhjóladrifi fer nú fjölgandi hjá bílaframleiðendum. Því er spáð að 30% af öllum nýjum bílum sem seljast árið 2015 verði fjórhjóladrifin. Ástæðan er meira öryggi farþega og meiri aksturgeta og eftir því sækjast kaupendur. Með betri hönnun og tækni er hægt að útbúa bíla með drifi á öllum hjólum með minni tilkostnaði og minni vigt en áður og án þess að eyðsla þeirra rjúki upp.

Samt sem áður eru bílar með fjórhjóladrifi sem valkost gjarna 150-450 þúsund krónum dýrari. Sumir framleiðendur bjóða flesta sína bíla með fjórhjóladrifi og er þar fyrst að nefna Subaru sem býður alla sína bíla þannig. Audi selur 80% sinna bíla með fjórhjóladrifi og helmingur allra Cadillac-bíla. Allar gerðir Lincoln bíla sem framleiddir eru af Ford eru í boði með fjórhjóladrifi og nú má fá hinn netta Ford Fusion þannig búinn sem og nýendurbættan Chrysler 300.