Portúgalski hópurinn sem mætir Íslandi í undankeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu eftir um viku er töluvert breyttur frá síðasta leik liðsins. Sérstaklega hefur Paulo Bento, þjálfari liðsins, þurft að endurnýja í vörninni.

Portúgalski hópurinn sem mætir Íslandi í undankeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu eftir um viku er töluvert breyttur frá síðasta leik liðsins. Sérstaklega hefur Paulo Bento, þjálfari liðsins, þurft að endurnýja í vörninni. Richardo Carvalho er í eins árs banni fyrir agabrot og verður því vitanlega ekki með. Þá eru varnarmennirnir Pepe og Fabio Coentrao báðir meiddir.

Tveir leikmenn liðsins leika með liðum í ensku úrvalsdeildinni en það eru Nani hjá Englandsmeisturum Manchester United og Raul Meireles, miðjumaður Chelsea.

Markverðir : Eduardo, Beto, Rui Patricio. Varnarmenn : Bruno Alves, Joao Pereira, Eliseu, Rolando, Silvio, Ricardo Costa, Sereno . Miðjumenn : Carlos Martins, Joao Moutinho, Miguel Veloso, Paulo Machado, Raul Meireles, Ruben Micael, Ruben Amorim. Framherjar : Cristiano Ronaldo, Danny, Helder Postiga, Nani, Ricardo Quaresma, Nuno Gomes. omt@mbl.is