Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum í vikunni að hefjast nú handa við að kanna möguleika á að koma upp hjúkrunarheimili í sveitarfélaginu. Það var Helgi S.

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum í vikunni að hefjast nú handa við að kanna möguleika á að koma upp hjúkrunarheimili í sveitarfélaginu. Það var Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, sem lagði tillöguna fram og var hún samþykkt samhljóða.

Mikil umræða hefur, að því er bæjarráð segir, verið uppi um skort á hjúkrunarrými á svæðinu og nú þegar ríkisstjórnin hefur gefið út að fara eigi í uppbyggingu hjúkrunarrýma er nauðsynlegt að sveitarfélagið vinni sína heimavinnu hvað það varðar. Þess má geta að nýlega samþykkti ríkisvaldið að fara í byggingu hjúkrunarheimila á nokkrum stöðum á landinu, svo sem í Reykjanesbæ og á Ísafirði.

sbs@mbl.is