Ragna Ingólfsdóttir
Ragna Ingólfsdóttir — Morgunblaðið/Sigurgeir S
Ragna Ingólfsdóttir er komin í átta manna úrslit á alþjóðlegu badmintonmóti sem fram fer í Tékklandi. Ragna sigraði Agötu Swist frá Póllandi örugglega 21:10 og 21:9 og tryggði sér þar með í 16 manna úrslit, snemma í gær.

Ragna Ingólfsdóttir er komin í átta manna úrslit á alþjóðlegu badmintonmóti sem fram fer í Tékklandi. Ragna sigraði Agötu Swist frá Póllandi örugglega 21:10 og 21:9 og tryggði sér þar með í 16 manna úrslit, snemma í gær.

Hún vann svo Söruh Milne frá Englandi síðar um daginn og það einnig nokkuð örugglega 21:10 og 21:12.

Nokkuð mörgum sætum munaði á Rögnu og Milne á heimslistanum þar sem Ragna er í 66. sæti en Milne er hinsvegar í 177. sæti.

Ragna mætir svo í dag Sashinu Vignes Waran frá Frakklandi í átta manna úrslitum. Waran er raðað númer þrjú inn í mótið og er í 56. sæti heimslistans en Rögnu er raðað númer sjö inn í mótið. Það er því ljóst að Ragna má búast við mun meiri keppni en í tveimur síðustu viðureignum. omt@mbl.is