Í tilefni 30 ára afmælisviku IKEA á Íslandi dagana 15.-21. september sl., lét verslunin 30 krónur af hverri greiðslufærslu í verslun og á veitingastað renna til innlendra verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.
Í tilefni 30 ára afmælisviku IKEA á Íslandi dagana 15.-21. september sl., lét verslunin 30 krónur af hverri greiðslufærslu í verslun og á veitingastað renna til innlendra verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Einnig seldu þrjú pör, sem kepptu í leiknum Helgarferð til IKEA, vinabönd í eina klukkustund og rann allur ágóði af sölunni til samtakanna. Alls safnaðist 758.801 króna. Viðskiptavinir IKEA gátu, með því að fara aftur í röðina, greitt fyrir varning sinn í nokkrum færslum og tryggt þannig að 30 krónur rynnu í hvert sinn til mikilvægra verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.