Flottur Mick Jagger á tónleikum með Rolling Stones árið 2007.
Flottur Mick Jagger á tónleikum með Rolling Stones árið 2007. — Reuters
Some Girls, Live in Texas nefnist ný tónleikamynd um hina öldnu rokksveit Rolling Stones og verður hún sýnd í eitt skipti í Háskólabíói, 7. október kl. 20.

Some Girls, Live in Texas nefnist ný tónleikamynd um hina öldnu rokksveit Rolling Stones og verður hún sýnd í eitt skipti í Háskólabíói, 7. október kl. 20. Myndin hefur að geyma áður óséðar tökur af hljómsveitinni á tónleikum í Fort Worth í Texas árið 1978 og voru þeir haldnir skömmu eftir að breiðskífa Stones, Some Girls, kom út. Myndin verður sýnd í yfir 300 kvikmyndahúsum um allan heim. Myndin var tekin á 16 mm filmu og hefur upplausnin verið aukin í henni og hljóð lagfært og lagað að alltumlykjandi hljóðkerfi kvikmyndasala í dag.

Á undan myndinni verður sýnt viðtal við söngvara Stones, Mick Jagger, þar sem hann segir frá tónleikunum og mikilvægi þeirra í sögu hljómsveitarinnar. Á tónleikunum flutti Stones lög af Some Girls og að auki aðra smelli, m.a. „Honky Tonk Woman“ og „Brown Sugar“.