Inniskór fundust Í Lundarskóla á Akureyri fundust mjög fínir og sérstakir inniskór sem svo lengi hafði verið leitað að. Nú finnst hins vegar ekki símanúmer eigandans.

Inniskór fundust

Í Lundarskóla á Akureyri fundust mjög fínir og sérstakir inniskór sem svo lengi hafði verið leitað að. Nú finnst hins vegar ekki símanúmer eigandans. Skórnir eru nokkurskonar flókaskór, gráir að lit með bleikum ullarkanti yfir ristina, aðeins munstraðir. Eigandinn vinsamlegast hafi samband í s. 462-4888.

POWERtalk, áður Málfreyjur

Það er komið haust og skammdegið er á næstu grösum. En haustið býður upp á mikla möguleika í félagsstarfi og í því sambandi vil ég minna á að núna í september og byrjun október halda allar POWERtalk-deildir á Íslandi kynningarfundi, þar sem fólk getur mætt og kynnt sér starfsemina án skuldbindingar eða kostnaðar. POWERtalk hét áður Málfreyjur og var stofnað árið 1975 og hefur starfað óslitið síðan. POWERtalk eru þjálfunarsamtök sem efla sjálfstraust og byggjast á því að félagar setji sér markmið og nái þeim. Þjálfunin felst m.a. í að taka að sér verkefni í ræðuformi og flytja fyrir aðra félaga. Það að þora að taka til máls eru mannréttindi sem margir eiga erfitt með að nýta sér vegna einhvers sem hamlar þeim. Í POWERtalk fer fram góð þjálfun sem nýtist alls staðar á lífsleiðinni, sérstaklega vegna þess að þar er þjálfunin samfelld. POWERtalk eru samtök sem rekin eru án ágóða og innheimta aðeins lágmarksgjald sem þarf til reksturs samtakanna.

Guðrún Barbara

Tryggvadóttir.


Svarað í síma 5691100 frá 10-12
velvakandi@mbl.is