Bandaríska utanríkisráðuneytið opnar fyrir skráningu í hið árlega „grænakortshappdrætti“, hinn 4. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu.

Bandaríska utanríkisráðuneytið opnar fyrir skráningu í hið árlega „grænakortshappdrætti“, hinn 4. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu. Happdrættið veitir vinningshöfum, sem handhöfum græna kortsins, ótímabundið landvistar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Vinningshafar, hvaðanæva úr heiminum, eru dregnir út handahófskennt í gegnum tölvuforrit. Í fyrra unnu 56 Íslendingar í happdrættinu.

Umsóknum í happdrættið skal skila rafrænt, frá og með 4. október til 5. nóvember, á síðunni: www.dvlottery.state.gov. Það kostar ekkert að senda umsókn, en vinningshafar verða síðan að greiða kostnað við formlega umsókn um vegabréfsáritun. Nákvæmar leiðbeiningar og aðrar upplýsingar varðandi ferilinn má finna á heimasíðu bandaríska utanríkisráðuneytisins: http://travel.state.gov.