Sjaldgæfar ofurhendur. S-Allir.

Sjaldgæfar ofurhendur. S-Allir.

Norður
63
74
KG742
10862
Vestur Austur
KG4 D852
1098 G6532
D1098 5
G73 954
Suður
Á1097
ÁKD
Á63
ÁKD
Suður spilar 6G.

Rétt rúmlega einu sinni í tíu þúsund gjöfum geta menn vænst þess að taka upp 26 punkta ofurhönd. Þörfin fyrir kerfisbundna lýsingu er því ekki mikil, en þó er gert ráð fyrir 26-27 punkta flötum höndum í Standard-kerfinu. Þá er opnað á 2 (alkröfu) og síðan stokkið í 4G við 2 biðsögn svarhandar. Þannig gætu sagnir þróast í spilinu að ofan. Norður myndi svo segja 5G við 4G í leit að láglitasamlegu, en þegar hún finnst ekki enda sagnir í grandslemmu. Útspil: 10.

Fyrst þarf að kanna hvort G komi í þrjá efstu. Ef ekki, þarf tígullinn að gefa fimm slagi. En hér fríast 10 og þar með er nóg að fá fjóra slagi á tígul. Þá er ráðið gegn fjórlitnum í vestur að taka á Á og dúkka næsta tígul.