— Morgunblaðið/Kristinn
Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna byrjuðu titilvörn sína vel gegn Stjörnunni í Mýrinni í gær. Liðið vann öruggan átta marka sigur 28:20.

Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna byrjuðu titilvörn sína vel gegn Stjörnunni í Mýrinni í gær. Liðið vann öruggan átta marka sigur 28:20. Nokkur haustbragur var á leik liðanna og þurftu bæði lið fyrri hálfleikinn til að skjóta sig í gang en staðan í hálfleik var 10:7 Val í vil. Á myndinni reynir Kristín Clausen, leikmaður Stjörnunnar, að stöðva Þorgerði Önnu Atladóttur með öllum tiltækum ráðum en hún skoraði tvö mörk. 2