Bleika slaufan afhent hjá Krabbameinsfélaginu
Bleika slaufan afhent hjá Krabbameinsfélaginu — Morgunblaðið/Golli
Bleika slaufan, árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, hefst formlega í dag en í gær afhenti verndari Krabbameinsfélagsins, Vigdís Finnbogadóttir, sex hvunndagshetjum fyrstu slaufurnar.
Bleika slaufan, árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, hefst formlega í dag en í gær afhenti verndari Krabbameinsfélagsins, Vigdís Finnbogadóttir, sex hvunndagshetjum fyrstu slaufurnar. Félagið hefur einsett sér að selja 50 þúsund slaufur fram til 15. október en í ár var valin sú leið að fá „ömmur“ í Zúlúþorpum Suður-Afríku til að perla bleikar slaufur fyrir átakið en þær sjá einar fyrir fjölda barna.