Girnilegt Ekki er hægt að kvarta mikið yfir nýnorrænni matargerð sem þessari.
Girnilegt Ekki er hægt að kvarta mikið yfir nýnorrænni matargerð sem þessari.
Vefsíðan Nordic Feed er ný af nálinni og er hugsuð bæði sem mataruppskrifta-blogg og samskiptanet matgæðinga.

Vefsíðan Nordic Feed er ný af nálinni og er hugsuð bæði sem mataruppskrifta-blogg og samskiptanet matgæðinga. Síðunni er ætlað að

efla þekkingu á nýrri norrænni matargerð og vera upplýsingasíða fyrir alla sem skrifa um mat, hvar sem er í heiminum, um nýja norræna matargerð.

Nordic Feed-samtökin sérhæfa sig einnig í viðburðum og á vefsíðunni má finna ýmsar niðurstöður og fréttir sem komu fram á ráðstefnu matarblaðamanna í Kaupmannahöfn nú í sumar. Samtökin voru stofnuð í janúar 2011 af litlum hópi reyndra matgæðinga sem höfðu velt fyrir sér hvers vegna ný norræn matargerð væri að mestu óþekkt utan Norðurlanda. Síðan þá hefur hugmyndin undið upp á sig og ýmsir viðburðir verið settir saman eins og sá í Kaupmannahöfn í sumar.

Mikill áhugi hefur verið á þessu norræna samstarfi og stuðningur við það. Ráðstefnur hafa verið vel sóttar og nú eru einnig haldin sérstök námskeið fyrir matarbloggara og blaðamenn á vegum samtakanna. Á vefsíðunni má nálgast allar helstu upplýsingar um Nordic Feed og forvitnast um það sem er að gerast í norræna matarheiminum. Kjörinn vettvangur fyrir Norðurlandabúa og annað áhugafólk um norræna matargerð til að fræðast og ná saman.