Reykingar Tóbaksvarnaþing segir nauðsyn að tóbaksvarnir á Íslandi verði auknar verulega.
Reykingar Tóbaksvarnaþing segir nauðsyn að tóbaksvarnir á Íslandi verði auknar verulega. — Morgunblaðið/Golli
Tóbaksvarnaþing Læknafélags Íslands lýsir yfir eindregnum stuðningi við þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir og fagnar framsýni þeirra þingmanna sem það mál flytja. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi frá sér í gær.

Tóbaksvarnaþing Læknafélags Íslands lýsir yfir eindregnum stuðningi við þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir og fagnar framsýni þeirra þingmanna sem það mál flytja. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi frá sér í gær.

Þar segir jafnframt að þingið ítreki nauðsyn þess að tóbaksvarnir á Íslandi verði auknar verulega og hvetur til þess að aðferðir sem draga úr nýliðun tóbaksneytenda meðal barna og unglinga verði settar í algeran forgang af stjórnvöldum.

Fagnar vinnu við stefnumótun í tóbaksvörnum

Í annarri ályktun félagsins segir að það fagni vinnu við stefnumótun í tóbaksvörnum sem velferðarráðherra hefur boðað og minnir á aðgerðaráætlun, sem Tóbaksvarnarþing ársins 2009 samþykkti.

Þar sé bent á hvaða stjórnvaldsaðgerðir eru nauðsynlegar til að draga úr tóbaksneyslu barna og unglinga á Íslandi og hindra að þau ánetjist tóbaki.