Tryggvi Guðmundsson
Tryggvi Guðmundsson
Tryggvi Guðmundsson mun ekki láta 18 spor í höfðinu koma í veg fyrir að hann spili með Eyjamönnum þegar þeir etja kappi við Grindvíkinga í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu í dag. „Ég er búinn að fá grænt ljós á að spila.

Tryggvi Guðmundsson mun ekki láta 18 spor í höfðinu koma í veg fyrir að hann spili með Eyjamönnum þegar þeir etja kappi við Grindvíkinga í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu í dag. „Ég er búinn að fá grænt ljós á að spila. Ég talaði við Hjalta lækni og hann sagði að þetta yrði ekkert mál. Það verður búið um höfuðið svipað og gert var hjá Rasmusi fyrr í sumar þó svo að hann hafi verið með fjögur spor í hausnum en ég átján. Svo er ég með til taks hlífðarhjálm sem ég fékk hjá FH-ingnum Sverri Garðarssyni. Ég er búinn að prófa hann en hann er svolítið óþægilegur. Ég veit ekki hvort ég kem til með að nota hann,“ sagði Tryggvi við Morgunblaðið en hann gæti slegið markametið í efstu deild í dag. Tryggvi er jafn Inga Birni Albertssyni með 126 mörk. gummih@mbl.is