Nýtt nafn Börn að leik í Furuskógi.
Nýtt nafn Börn að leik í Furuskógi.
Sameinaður leikskóli Furuborgar og Skógarborgar fær nafnið Furuskógur. Tillaga þess efnis var samþykkt í skóla- og frístundaráði hinn 28. september. Alls bárust 70 tillögur frá börnum, foreldrum og starfsfólki um nafn á nýja skólanum.

Sameinaður leikskóli Furuborgar og Skógarborgar fær nafnið Furuskógur. Tillaga þess efnis var samþykkt í skóla- og frístundaráði hinn 28. september.

Alls bárust 70 tillögur frá börnum, foreldrum og starfsfólki um nafn á nýja skólanum. Nafnanefnd fór yfir allar tillögurnar og var það samdóma álit hennar að Furuskógur væri besta heitið, það væri táknrænt fyrir umhverfi skólanna í Fossvoginum og samræmdist vel íslensku máli. Þá þótti það gott til framsagnar fyrir börnin.