Við Kröflu Starfsmenn Landsvirkjunar fylgjast með holunni við Kröflu.
Við Kröflu Starfsmenn Landsvirkjunar fylgjast með holunni við Kröflu. — Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Birkir Falldal Mývatnssveit Hjá Íslenska djúpborunarverkefninu við Kröflu (IDDP) er að hefjast nýr rannsóknaáfangi sem beinist að því að finna málma sem staðist geta hita, þrýsting og efnasamsetningu gufunnar og einnig hvernig bæta megi efnasamsetningu...

Birkir Falldal

Mývatnssveit

Hjá Íslenska djúpborunarverkefninu við Kröflu (IDDP) er að hefjast nýr rannsóknaáfangi sem beinist að því að finna málma sem staðist geta hita, þrýsting og efnasamsetningu gufunnar og einnig hvernig bæta megi efnasamsetningu gufunnar þannig að hún verði vinnsluhæfari.

Svo sem komið hefur fram áður er holan gríðarlega aflmikil og mælist um 30 MW í rafafli en hvernig beisla má þessa miklu orku er rannsóknaverkefnið sem nú er komið í gang. Holan var sett í takmarkaðan blástur í vikunni, þó aðeins til að keyra megi fyrrnefndar rannsóknir, en búnaður til þessara rannsókna fyllir tvo stóra vörugáma.

Það er mikið í húfi að takast megi að virkja þessa orkumiklu holu, sem er mjög vandmeðfarin þar sem þrýstingur á holutoppi er um 140 loftþyngdir.

Að sögn Bjarna Pálssonar verkefnisstjóra verða rannsóknirnar í gangi a.m.k. næstu mánuði.