Kynning Ein mynda Soffíu Sæmundsdóttur af verum í landslagi.
Kynning Ein mynda Soffíu Sæmundsdóttur af verum í landslagi.
Listakonan Soffía Sæmundsdóttir kynnir verk sín í máli og myndum í Listasafni Árnesinga á morgun, sunnudag, frá kl. 15.00 til 18.00. Soffía dvaldi í listamannaíbúðinni Varmahlíð í sumar og kynnir verk sem hún vann þar í máli og myndum.

Listakonan Soffía Sæmundsdóttir kynnir verk sín í máli og myndum í Listasafni Árnesinga á morgun, sunnudag, frá kl. 15.00 til 18.00. Soffía dvaldi í listamannaíbúðinni Varmahlíð í sumar og kynnir verk sem hún vann þar í máli og myndum.

Soffía stundaði myndlistarnám í Vínarborg og síðan í Myndlistar- og handíðaskóla Íslands 1987-91 þar sem hún útskrifaðist úr grafíkdeild. Hún tók mastersgráðu í myndlist við Mills-háskólann í Oakland í Kaliforníu 2003.

Hér á landi er Soffía hvað kunnust fyrir málverk sín af mannverum í landslagi, klæddum í einskonar þjóðbúninga en óstaðsettum. Hún vinnur málverk sín ýmist á striga eða tré.

Soffía hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og haldið einkasýningar, bæði á Íslandi og erlendis, í Evrópu og Norður-Ameríku. Hún hefur hlotið margskonar viðurkenningu, þar á meðal Jay De Fao-verðlaunin (2003) og Joan Mitchell Painting and sculpture award (2004), kennd við samnefndar stofnanir, styrk úr ferða- og dvalarsjóði Muggs og vinnustofudvöl í Kanada og á Íslandi og verðlaun í alþjóðlegri málverkasamkeppni Winsor og Newton. Soffía er formaður félagsins Íslensk grafík.