Flamenco Stilla úr einni myndinni sem sýnd verður, Flamenco: A Way of Life.
Flamenco Stilla úr einni myndinni sem sýnd verður, Flamenco: A Way of Life.
Þeir sem búa á Austurlandi og geta ekki skroppið til Reykjavíkur á hverjum degi meðan á kvikmyndahátíð stendur ættu að fagna, því núna um helgina verður þar sérstök kvikmyndahelgi í samvinnu við RIFF.

Þeir sem búa á Austurlandi og geta ekki skroppið til Reykjavíkur á hverjum degi meðan á kvikmyndahátíð stendur ættu að fagna, því núna um helgina verður þar sérstök kvikmyndahelgi í samvinnu við RIFF.

Fjórar myndir af alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF verða sýndar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum og í Skaftfelli á Seyðisfirði. Báða dagana, laugardag og sunnudag, verða sýningar kl. 15 og 17 á báðum stöðum. Aðgangseyrir er 500 kr. en hægt að fara á allar myndirnar fyrir 1.500.

Myndirnar sem sýndar verða eru eftirfarandi (nánar á riff.is):

• Að búa til bók með Steidl

(How To Make a Book With Steidl), þýsk heimildarmynd.

• Flamenco: A Way of Life (Flamengó: Leið gegnum lífið), spænsk heimildarmynd.

• HISTORIAS que so existem quando lembradas (SÖGUR sem lifna í minni), brasilísk/argentínsk/frönsk mynd.

• The Hunter (Veiðimaðurinn), rússnesk mynd.