Lægra verð á bókum hefur orðið til þess að bóksala hefur aukist verulega í Danmörku á síðustu átta árum, að sögn danska mánaðarritsins Samvirke .

Lægra verð á bókum hefur orðið til þess að bóksala hefur aukist verulega í Danmörku á síðustu átta árum, að sögn danska mánaðarritsins Samvirke . Blaðið segir að Danir hafi keypt 31 milljón bóka á síðasta ári og tekið svipaðan fjölda að láni á bókasöfnum. Áætlað er því að Danir kaupi eða taki að láni 11,5 bækur hver að meðaltali á ári. Kannanir benda hins vegar til þess að hver Dani lesi aðeins sjö bækur á ári, að sögn Samvirke .

Blaðið hefur eftir Lars Esbjerg, lektor við Árósaháskóla, að þetta megi m.a. rekja til þess að stórmarkaðir séu mjög snjallir í því að fá viðskiptavini til að kaupa hluti sem þeir vissu ekki að þeir vildu.

„Við höfum núna efni á að kaupa bækur án þess að lesa þær,“ hefur Samvirke eftir Tove Arendt Rasmussen, öðrum lektor við Árósaháskóla.