Rangt var farið með orð Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins, um að ágreiningur ríkti um hversu mörg formanns- og varaformannsembætti í fastanefndum Alþingis ættu að koma í hlut stjórnarflokkanna og hversu mörg í hlut...
Rangt var farið með orð Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins, um að ágreiningur ríkti um hversu mörg formanns- og varaformannsembætti í fastanefndum Alþingis ættu að koma í hlut stjórnarflokkanna og hversu mörg í hlut stjórnarandstöðu. Hið rétta er að ekki náðist samkomulag um eftir hverju skyldi fara þegar formennsku og varaformennsku í tilteknum nefndum yrði skipt á milli fylkinganna. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.