Ógnandi Giovanni Ribisi í Contraband-stiklunni.
Ógnandi Giovanni Ribisi í Contraband-stiklunni.
Stikla úr kvikmynd Baltasars Kormáks, Contraband, hefur nú verið sett inn á myndbandavefinn YouTube. Af stiklunni að dæma er mikill hasar í vændum, mikið um sprengingar og átök.
Stikla úr kvikmynd Baltasars Kormáks, Contraband, hefur nú verið sett inn á myndbandavefinn YouTube. Af stiklunni að dæma er mikill hasar í vændum, mikið um sprengingar og átök. Með aðalhlutverk fara leikararnir Mark Wahlberg, Kate Beckinsale, Ben Foster og Giovanni Ribisi en í stiklunni bregður einnig fyrir Ólafi Darra Ólafssyni. Á vef Monsters and Critics segir að myndin verði frumsýnd í Bandaríkjunum 13. janúar nk. og Bretlandi 16. mars.