Nemar Síðasta skólavetur lögðu rúmlega 18.50 nemendur á framhaldsskólastigi stund á nám í erlendum tungum.
Nemar Síðasta skólavetur lögðu rúmlega 18.50 nemendur á framhaldsskólastigi stund á nám í erlendum tungum. — Morgunblaðið/Eggert
Aldrei hafa fleiri nemendur grunnskóla landsins leggja stund á enskunám en einmitt nú, eða 78,9%.

Aldrei hafa fleiri nemendur grunnskóla landsins leggja stund á enskunám en einmitt nú, eða 78,9%. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Íslands hefur tekið saman um nemendur í grunn- og framhaldsskólum sem lærðu erlend tungumál skólaárið 2010-2011 og voru birtar í tilefni af degi tungumála í Evrópu, 26. september.

Nemendur hefja nú flestir dönskunám í 7. bekk, við 12 ára aldur. Í mörgum skólum geta nemendur sem hafa kunnáttu í norsku eða sænsku, valið þau tungumál í stað dönsku. Á sl. skólaári lærði 101 barn sænsku frekar en dönsku og 78 börn lærðu norsku. Nemendur í sænsku og norsku hafa ekki verið færri frá upphafi gagnasöfnunar Hagstofunnar árið 1999.

Grunnskólanemendum sem læra þrjú tungumál hefur farið fækkandi frá skólaárinu 2001-2002 þegar þeir voru flestir. Síðasta skólavetur lögðu 18.520 nemendur á framhaldsskólastigi stund á nám í erlendum tungum eða 73,7%. Þetta er svipað hlutfall og undanfarin ár en skólaárið 2009-2010 voru 73,4% framhaldsskólanema skráðir til náms í erlendu máli.