Lögreglumenn Laganna verðir vilja hærri laun og ítrekuðu þá það með fjölmennri kröfugöngu sem þeir fóru sl. fimmtudag.
Lögreglumenn Laganna verðir vilja hærri laun og ítrekuðu þá það með fjölmennri kröfugöngu sem þeir fóru sl. fimmtudag. — Morgunblaðið/Júlíus
Ljósmæðrafélag Íslands styður launakröfur lögreglumanna að því er fram kemur í ályktun sem félagið sendi frá sér í gær.

Ljósmæðrafélag Íslands styður launakröfur lögreglumanna að því er fram kemur í ályktun sem félagið sendi frá sér í gær. Þar segir að allir viti hve mikilvæg störf lögreglumanna séu en fæstir gera sér kannski grein fyrir hvað liggur að baki heildarlaunum þeirra.

„Ljósmæður þekkja vaktavinnuna vel og þær fórnir og það álag sem henni fylgir. Það hlýtur að vera eðlileg krafa lögreglumanna líkt og annarra að geta framfleytt sér og sínum á grunnlaunum,“ segir í ályktun ljósmæðra sem hvetja til þess að ríkið komi til móts við lögreglumenn og kröfugerð þeirra.

Undir þetta taka fleiri og hafa sent frá sér pistla sem eru í sama tón. Félag skipstjórnarmanna sendi í gær frá sér ályktun þar sem lýst er yfir eindregnum stuðingi við kjarakröfur lögreglumanna og skorar á stjórnvöld að koma nú þegar til móts við kröfur þeirra. sbs@mbl.is