Nýsköpun Ungur nemur, segir máltækið og margt nýsárlegt og framandi má skapa með Legokubbum í æsku og svo verða viðfangsefnin stærri.
Nýsköpun Ungur nemur, segir máltækið og margt nýsárlegt og framandi má skapa með Legokubbum í æsku og svo verða viðfangsefnin stærri. — Morgunblaðið/Ómar
Undanfarin ár hefur ein vika á ári verið helguð nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum í Evrópu undir yfirskriftinni SME Week eða Evrópska fyrirtækjavikan .

Undanfarin ár hefur ein vika á ári verið helguð nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum í Evrópu undir yfirskriftinni SME Week eða Evrópska fyrirtækjavikan . Í ár er vikan tileinkuð frumkvöðlum sem eru að takast á við það ferli sem fylgir frumkvöðlastarfi öðru sinni og nú með nýja eða breytta hugmynd í farteskinu.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, RANNÍS, Íslandsstofa og Samtök iðnaðarins halda fjölbreytta viðburði í fyrirtækjavikunni í samvinnu við fleiri í stuðningsumhverfi frumkvöðla sem nær hámarki með sameiginlegu Tækni- og hugverkaþingi föstudaginn 7. október. Á þinginu verður fjallað um stöðu og starfsskilyrði hátækni- og sprotafyrirtækja á Íslandi og hvernig stjórnvöld og atvinnulífið geta unnið saman að því að koma nauðsynlegum umbótum í framkvæmd.

Atburðir í boði í evrópsku fyrirtækjavikunni eru atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Suðurnesjum sem nú stendur yfir. Á mánudag verður opnuð vefræn upplýsingagátt fyrir fyrirtæki og einstaklinga og á þriðjudag dagskrárliðurinn Eurogia sem er kynningarfundur og verkefnastefna. Á miðvikudag og fimmtudag er ferðamálaþingið Upplifðu og föstudagur er helgaður tækni- og hugverkaþingi sem ber yfirskriftina Nýsköpun – uppspretta verðmæta.

„Markmið fyrirtækjavikunnar er að veita heildaryfirsýn og skapa umræðu um stuðningskerfi nýsköpunar fyrir fyrirtæki og frumkvöðla á Íslandi,“ segir í frétt frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem birtir allar nánari upplýsingar um málið á vefsetri sínu.