Elísabet Gunnarsdóttir
Elísabet Gunnarsdóttir
Elísabet Gunnarsdóttir hefur samið við sænska knattspyrnufélagið Kristianstad um að þjálfa áfram úrvalsdeildarlið kvenna hjá því á næsta keppnistímabili.

Elísabet Gunnarsdóttir hefur samið við sænska knattspyrnufélagið Kristianstad um að þjálfa áfram úrvalsdeildarlið kvenna hjá því á næsta keppnistímabili. Elísabet er að ljúka sínu þriðja tímabili með liðið og árangurinn er sá besti til þessa en Kristianstad er í sjötta sæti deildarinnar þegar þremur umferðum er ólokið.

Um þetta var fjallað í Kristianstadsbladet í gær og fram kom að deilur hafa verið á milli Elísabetar og stjórnar félagsins um ýmis mál. Hún og forsvarsmenn félagsins segja hinsvegar að þær séu nú að baki. Með Kristianstad leika Margrét Lára Viðarsdóttir, Sif Atladóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Erla Steina Arnardóttir en Margrét er fjórða markahæst í sænsku úrvalsdeildinni með 12 mörk. vs@mbl.is