8. nóvember 2011 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Herdís endurkjörin forseti EWLA

Herdís Þorgeirsdóttir
Herdís Þorgeirsdóttir
Herdís Þorgeirsdóttir var endurkjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga (EWLA) á aðalfundi samtakanna í Berlín nú í nóvember. Fundurinn var sóttur af kvenlögfræðingum víða að úr Evrópu sem og fulltrúum aðildarfélaga samtakanna.
Herdís Þorgeirsdóttir var endurkjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga (EWLA) á aðalfundi samtakanna í Berlín nú í nóvember. Fundurinn var sóttur af kvenlögfræðingum víða að úr Evrópu sem og fulltrúum aðildarfélaga samtakanna. Herdís var upphaflega kjörin forseti EWLA árið 2009 en samtökin voru stofnuð af kvenlögfræðingum ríkja Evrópusambandsins árið 2000. Evrópusamtökin hafa í áranna rás haft áhrif á löggjöf varðandi jafnréttismál á vettvangi Evrópusambandsins og eiga fulltrúa í Mannréttindastofnun Evrópusambandsins en markmið EWLA er að vinna að því að auka skilning á evrópskri löggjöf varðandi jafnrétti, ekki síst í tengslum við konur, og auka tengsl kvenlögfræðinga í Evrópu.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.