Herdís Þorgeirsdóttir
Herdís Þorgeirsdóttir
Herdís Þorgeirsdóttir var endurkjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga (EWLA) á aðalfundi samtakanna í Berlín nú í nóvember. Fundurinn var sóttur af kvenlögfræðingum víða að úr Evrópu sem og fulltrúum aðildarfélaga samtakanna.
Herdís Þorgeirsdóttir var endurkjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga (EWLA) á aðalfundi samtakanna í Berlín nú í nóvember. Fundurinn var sóttur af kvenlögfræðingum víða að úr Evrópu sem og fulltrúum aðildarfélaga samtakanna. Herdís var upphaflega kjörin forseti EWLA árið 2009 en samtökin voru stofnuð af kvenlögfræðingum ríkja Evrópusambandsins árið 2000. Evrópusamtökin hafa í áranna rás haft áhrif á löggjöf varðandi jafnréttismál á vettvangi Evrópusambandsins og eiga fulltrúa í Mannréttindastofnun Evrópusambandsins en markmið EWLA er að vinna að því að auka skilning á evrópskri löggjöf varðandi jafnrétti, ekki síst í tengslum við konur, og auka tengsl kvenlögfræðinga í Evrópu.