Óhætt er að segja að vetrarlegt hefur verið um að litast á landinu að undanförnu en þó að snjórinn kunni að kæta yngstu kynslóðina getur hann reynst öðrum íbúum þessa lands til ama.

Óhætt er að segja að vetrarlegt hefur verið um að litast á landinu að undanförnu en þó að snjórinn kunni að kæta yngstu kynslóðina getur hann reynst öðrum íbúum þessa lands til ama. Er því ráð að brýna fyrir fólki að huga að smáfuglunum sem margir hverjir eiga erfitt með að finna æti í frosinni jörð.

Fuglarnir eru sólgnir í alls kyns matarafganga sem við mannfólkið leifum. Einnig er vert að nefna að þeir sækja í ávexti og fuglafræ sem unnt er að kaupa gegn vægu gjaldi.