Átök Bale lenti í átökum við verði sem gæta Chen Guangcheng.
Átök Bale lenti í átökum við verði sem gæta Chen Guangcheng. — Reuters
Leikaranum Christian Bale og tökuliði frá fréttastöðinni CNN var meinað að hitta kínverskan lögfræðing og aðgerðasinna, Chen Guangcheng, sem er í stofufangelsi á heimili sínu í þorpinu Dongshigu í Shandong í Kína, í fyrradag.
Leikaranum Christian Bale og tökuliði frá fréttastöðinni CNN var meinað að hitta kínverskan lögfræðing og aðgerðasinna, Chen Guangcheng, sem er í stofufangelsi á heimili sínu í þorpinu Dongshigu í Shandong í Kína, í fyrradag. Bale er í Kína í tengslum við nýjustu kvikmynd sína, The Flowers of War. Verðir stöðvuðu leikarann og tökuliðið og mun hafa komið til einhverra ryskinga, að því er fram kemur á vef dagblaðsins The Telegraph, og Bale m.a. verið sleginn af vörðum. Chen hefur verið í stofufangelsi allt frá því hann lauk fjögurra ára fangelsisvist en til hennar var hann dæmdur fyrir að varpa ljósi á aðgerðir kínverska stjórnvalda hvað varðar fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir sem heyra undir þá stefnu stjórnvalda að hluti þegna landsins megi aðeins eiga eitt barna, að því er fram kemur í fréttinni. Chen hefur ekki aðgang að síma eða neti og um 200 manns vakta hann, við heimili hans og umhverfis þorpið sem hann býr í. Haft er eftir Bale að hann vilji veita þeim Kínverjum stuðning sem beittir hafi verið ofbeldi af stjórnvöldum fyrir að styðja Chen.