Óska eftir gömlum munum Í starfi mínu nota ég talsvert minningavinnu en hún felst m.a. í að rifja upp liðna tíð. Þá er vinsælt og gagnlegt að nota ýmsa muni úr daglegu lífi áður fyrr til að örva upprifjun.

Óska eftir gömlum munum

Í starfi mínu nota ég talsvert minningavinnu en hún felst m.a. í að rifja upp liðna tíð. Þá er vinsælt og gagnlegt að nota ýmsa muni úr daglegu lífi áður fyrr til að örva upprifjun. En það er oft erfitt að finna hluti, því Íslendingar 20. aldar hafa verið duglegri að henda en varðveita. Nú sný ég mér til lesenda og auglýsi eftir hlutum. Fólk má gefa ef það vill styðja málefnið, en ég er líka tilbúin að greiða fyrir hluti. Sérstaklega vantar mig núna jóladót: Gervijólatré af gömlu gerðinni, þ.e. eftirlíkingu af grenitré, en með gisnari greinar svo hægt sé að koma fyrir kertum. Ég á kertaklemmur, en vantar fleiri. Einnig gamaldags skraut á tréð, svo sem fuglana með nælonstélið, hálfkúlurnar, jarðarberjakúlu o.fl. slíkt frá árunum eftir stríð og fram um 1970. Jólaskreytingar úr pípuhreinsurum eru vel þegnar. Gömul stjarna eða toppur á tréð. Einnig langar mig mjög að eiga kaffikvörn, hún þarf að vera nothæf þar sem gamla fólkið fær að mala kaffi. Sömuleiðis kaffikönnu með poka til að hella upp á. Ýmislegt annað gamalt dót er vel þegið. Vinsamlega hringið í síma 866-1646 eða 5541596.

Svarað í síma 5691100 frá 10-12 velvakandi@mbl.is