Klak Frumkvöðlar brautskráðir á dögunum. Þeir halda nú út í atvinnulífið og hafa ýmis spennandi viðfangsefni á prjónunum.
Klak Frumkvöðlar brautskráðir á dögunum. Þeir halda nú út í atvinnulífið og hafa ýmis spennandi viðfangsefni á prjónunum. — Ljósmynd/hag
Fimmtán frumkvöðlar brautskráðust á dögunum frá Viðskiptasmiðjunni sem rekin er af Klaki – nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins í samstarfi við Háskólann í Reykjavík.

Fimmtán frumkvöðlar brautskráðust á dögunum frá Viðskiptasmiðjunni sem rekin er af Klaki – nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Þetta er í þriðja skiptið sem Viðskiptasmiðjan brautskráir frumkvöðla en þeir sem nú halda út í atvinnulífið standa á bak við fyrirtæki eins og: Naglinn.is, OriginalHandlers, 4x4Offroads.com, FRAFL, Kasy, DAB LAB, Mano, Imageree.com og IC Game House.

Í lokahófinu fengu sprotafyrirtækin Naglinn, Reykjavík Concierge, Arcticcare og Kasy sérstök verðlaun fyrir framúrskarandi árangur. Í fréttatilkynningu segir að mörg áhugaverðustu sprotafyrirtækin eigi sér rætur í Viðskiptasmiðjunni. Þar hafi frumkvöðlunum gefist kostur á að útfæra viðskiptaáætlanir, undirbúa fyrirtækið fyrir fjárfesta, hanna frumgerðir, fara inn á erlenda markaði og svo framvegis Markmið Klaks sé enda það að vera vettvangur sem leiðir saman frumkvöðla, fyrirtæki og háskóla á Íslandi til þess að skapa verðmæti í krafti nýsköpunar.

„Það er sérstaklega gleðilegt að brautskrá alla þessa frambærilegu frumkvöðla svo að þeir geti lagt sitt af mörkum við að skapa ný störf og stuðla að verðmætasköpun í atvinnulífinu,“ sagði Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks, við brautskráninguna.