Á mánudags- og þriðjudagskvöld, 19. og 20. des. kl. 20 verður dagskrá í Gerðubergi sem kallast Korter í jól.

Á mánudags- og þriðjudagskvöld, 19. og 20. des. kl. 20 verður dagskrá í Gerðubergi sem kallast Korter í jól. Þetta eru Jólajazztónleikar og ætla þeir Valdimar söngvari, Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari og Kristján Tryggvi Martinsson píanóleikari að fylla húsið af jólajazztónum úr ýmsum áttum, eins og segir í tilkynningu.

Valdimar stofnaði hljómsveit sína, Valdimar, árið 2009 ásmt Ásgeiri Aðalsteinssyni gítarleikara.

Kristján Tryggvi hefur samið tónlist og gefið út tvo hljómdiska með píanótríói sínu K tríó. Leifur lauk burtfararprófi í kontrabassaleik frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2009. Samhliða náminu spilaði hann með Tepokanum og Tríói harmonikuleikarans Vadims Fyodorov.

Á kaffihúsinu verður boðið upp á súkkulaði, kaffi og rjómapönnukökum að hætti hússins fyrir tónleikana.