Wolfgang Amadeus Mozart
Wolfgang Amadeus Mozart
Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin, en undanfarin átján ár hefur hópurinn leikið tónlist eftir Mozart við kertaljós í jólaösinni.

Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin, en undanfarin átján ár hefur hópurinn leikið tónlist eftir Mozart við kertaljós í jólaösinni.

Hópinn skipa Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Guðrún Þórarinsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari en gestur á tónleikunum er Daði Kolbeinsson óbóleikari.

Leikið verður í Hafnarfjarðarkirkju á mánudagskvöld, í Kópavogskirkju á þriðjudagskvöld, í Garðakirkju á miðvikudagskvöld og loks í Dómkirkjunni í Reykjavík á fimmtudagskvöld. Tónleikarnir hefjast allir klukkan 21.00.