Nokkuð var um að hálkan stríddi íbúum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Að sögn lögreglu höfuðborgarsvæðisins urðu tvö slys á börnum sem rekja má til hálkunnar.

Nokkuð var um að hálkan stríddi íbúum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Að sögn lögreglu höfuðborgarsvæðisins urðu tvö slys á börnum sem rekja má til hálkunnar. Annars vegar rann tíu ára drengur til í hálku í frímínútum og fótbrotnaði við Ártúnsskóla og hins vegar meiddist þriggja ára drengur á fæti þegar hann datt á leiksvæði við leikskólann Hagaborg. Meiðsl hans reyndust þó ekki alvarleg.

Þá varar lögregla við hálkumyndun á vegum en mikil umferð hefur verið undanfarið.