Steypa Vísindin efla alla dáð, stendur einhversstaðar.
Steypa Vísindin efla alla dáð, stendur einhversstaðar.
Nýjar íslenskar rannsóknir á steinsteypu hafa leitt af sér nýjungar í efnisnotkun og framleiðslu þar sem kolefnisspor nýrrar steypugerðar hefur minnkað mikið ef miðað er við kolefnisspor hefðbundinnar steypu, en Ólafur H.

Nýjar íslenskar rannsóknir á steinsteypu hafa leitt af sér nýjungar í efnisnotkun og framleiðslu þar sem kolefnisspor nýrrar steypugerðar hefur minnkað mikið ef miðað er við kolefnisspor hefðbundinnar steypu, en Ólafur H. Wallevik prófessor fer fyrir hópi sérfræðinga hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í þessari rannsóknavinnu.

Kolefnisspor hefðbundinnar steypu í Evrópu er 0,14 kgCO 2 /kg en nýja steypan, sem kallast Eco-CreteÒ, hefur kolefnissporið 0,05 kgCO 2 /kg. Steypan mun jafnframt uppfylla ýtrustu kröfur um styrk og varanleika.

Sl. þriðjudag kynnti Ólafur H. Wallevik þróun og blöndun umhverfisvænnar steypu í Abu Dhabi. Meðal viðstaddra var forstjóri Abu Dhabi Future Energy Company. Það fyrirtæki sér um uppbygginu á borginni Masdar í Abu Dhabi sem er ætlað að verða fyrsta mengunarlausa borg veraldar þar sem útblástur koltvísýrings er enginn og allur úrgangur endurunninn. sbs@mbl.is