Síðastliðinn mánudag gerði verðlagseftirlit ASÍ verðkönnun á jólamat í sjö matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu en athugað var með verð á algengum matvörum sem búast má við á veisluborðum landsmanna um komandi jólahátíð.

Síðastliðinn mánudag gerði verðlagseftirlit ASÍ verðkönnun á jólamat í sjö matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu en athugað var með verð á algengum matvörum sem búast má við á veisluborðum landsmanna um komandi jólahátíð. Könnunin náði til verðlags á alls 72 matvörum og var Bónus með lægsta verðið í 42 tilkvika en Samkaup-Úrval var með hæsta verðið í 35 tilvikum.

Mesti verðmunur könnunarinnar reyndist vera 80% en þar var um að ræða verð á fersku rauðkáli sem reyndist dýrast í Samkaupum-Úrvali á 348 krónur kílóið en ódýrast reyndist það í verslunum Nettó á 193 krónur kílóið. Einnig reyndist allt að 37% verðmunur á reyktu kjöti en ódýrastur var SS hamborgarhryggurinn hjá Bónus.